HVERFIÐ

Skarðshlíð

Skarðshlíð er fjölskylduvænt íbúðahverfi í Hafnarfirði sem liggur á flata og í brekku sunnan og vestan í Ásfjalli. Við hönnun og skipulag hverfisins var áhersla lögð á heildræna sýn, heildrænar götumyndir, vistvænt skipulag, sjálfbærni, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Stutt er í alla þjónustu og mikil nálægð við uppland Hafnarfjarðar og fallegar náttúruperlur.

Skólastarf

Sumarið 2020 var húsnæði skólasamfélagsins í Skarðshlíð fullbyggt og hýsir það í dag heildstæðan grunnskóla, fjögurra deilda leikskóla, tónlistarskóla og íþróttahús fyrir bæði skólastigin. Þjóna skólarnir og starfsemi skólanna nýrri byggð í Skarðshlíð og Vallahverfi að hluta.

https://skardshlidin.is/

Byggðin

Í Skarðshlíð er blönduð byggð einbýlishúsa, parhúsa, raðhúsa og lágreistra fjölbýlishúsa. Lóðir fyrir fjöleignarhús standa á flata nálægt skólanum en byggðin greinist svo upp Skarðshlíðarbrekkuna með raðhúsum og parhúsum neðst og einbýlishúsum ofar þar sem landhalli er meiri. Hverfið er til þess fallið að taka á móti öllum, hvort sem um er að ræða pör, litlar eða stórar fjölskyldur eða eldri einstaklinga sem vilja minnka við sig en samt komast í nýtt húsnæði.


Skarðshlíð og Hamranes eru nýjustu hverfin í Hafnarfirði þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað seinustu misserin. Íbúðirnar við Bergsskarð og Apalskarð eru vel staðsettar þegar kemur að skólum, daglegri þjónustu og svo útivist. Húsin eru í göngufæri við Hvaleyrarvatn sem hefur notið mikilla vinsælda sem útivistarsvæði jafnt að vetri sem sumri.

Þjónusta í næsta nágrenni

  • Apótek Hafnarfjarðar
  • Isbjorninn
  • X HÁRSTOFA
  • Naglameistarinn
  • ÓB Suðurhellu
  • N1 Self-service
  • Keflavik Airport Transfer

Veitingarstaðir

  • Tommi’s Burger Joint
  • Domino’s Pizza
  • Ban Kunn
  • Vellir Sport & Grillbar
  • Vellir Bistro
  • Fleiri veitingarstaðir og brugghús er svo að finna í miðbæ Hafnarfjarðar

Matvöruverslanir

  • Kronan Nordurhellu
  • Netto Selhella
  • Bonus

Skólar

  • Skarðshlíðarskóli
  • Hraunvallaskóli
  • Heilsuleikskólinn Hamravellir
  • Leikskólinn Bjarkalundur

Tómstundir

  • Hvaleyrarvatn
  • Ishestar Horse Riding Centre
  • Skátalundur
  • Hestamannafélagið Sörli
  • Íþróttastarf á vegum Haukanna

Almenningssamgöngur

Staðsetning húsanna býður upp á umhverfisvænan ferðamáta þar sem góðir stígar liggja í gegnum hverfið og tengjast aðalhjólreiðakerfum höfuðborgarsvæðisins. Einnig eru tvær nýjar biðstöðvar við Hamranes og Skarðshlíð sem Leið 1 gengur um. Leið 1 fer um miðbæ Hafnarfjarðar þar sem er skemmtilegt miðbæjarlíf verslana og veitingarstaða. Hægt er síðan að taka Leið 1 alla leið í miðbæ Reykjavíkur.

Náttúruperlur og opin svæði

https://hafnarfjordur.is/stadur/hvaleyrarvatn/

Ástjörn

Ástjörn er vogskorin uppistöðutjörn sem myndast hefur í kvos vestan undir Ásfjalli þegar Hellnahraun rann fyrir um 2000 árum og stíflaði afrennsli hennar til sjávar. Hægt er að ganga hringinn í kringum tjörnina. Lífríki tjarnarinnar er fjölbreytilegt og hér er kjörlendi margra fuglategunda.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn og umhverfi er eitt það fallegasta á höfuðborgarsvæðinu, vatnið er skammt ofan við Hafnarfjörð í lítilli hvos sem er umlukin hæðardrögum á þrjá vegu. Margar gönguleiðir eru á svæðinu og öllum er frjálst að veiða í vatninu.